Færsluflokkur: Bloggar

Merkisuppgötvun

Ég fann þessa síðu hérna.

 Nákvæmlega þessa sem þú ert að skoða núna....og ég fékk óstjórnlega tilfinningu um að ég kannaðist við mig hérna.

Deja vu all over.

Ákvað að láta reyna á það að skrá mig inn.

Vitanlega varð ég alveg hlessa þegar skilaboð lýstu upp skjáinn um að ég væri innskráð og það í fyrstu tilraun.

Ákvað ég þá að byrja á færslu.

 Hefði betur látið kyrrt liggja er ég hrædd um.

Eina sem ég vil segja hér í þetta skiptið er: lesið www.reggy.blogcentral.is

Þangað til næst...ég mun helga mig því að tileinnka mér líf eiganda þessarar síðu því eitthvað hefur hún afvegaleiðst....

 

Slipknot - Snuff

Bury all your secrets in my skin
Come away with innocence and leave me with my sins
The air around me still feels like a cage
And love is just a camaflouge for what resembles rage again

So if you love me let me go
And run away before I know
My heart is just too dark to care
I cant destroy what isn't there
To live with me into my fate
If Im alone I cannot hate
I dont deserve to have you
My smile was taken long ago
If I can change I hope I never know

I still press your letters to my lips
And cherish them in parts of me, saver every kiss
I couldn't face a life without your light
But all of that was ripped apart when you refused to fight

So save your breath I will not hear
I think I made it very clear
You couldn't hate enough to love
Is that supposed to be enough?
I only wish you weren't my friend
Then I could hurt you in the end
I never claimed to be a saint
My hope was bannished long ago
It took attempt before to let you go

So break yourself against my stones
And spit your pity in my soul
You never needed any help
You sold me out to save yourself
And I wont listen to your shame
You ran away your all the same
Angels lie to keep control
My love was punished long ago
If you still care don't ever let me know

If you still care don't ever let me know


Fleh

Fékk hálf óstjórnlega tilfinningu til að skrifa helling af hugsunum sem eru til staðar núna.....og hafa þær á ensku....en ég er að reyna að fallast ekki í freistni...í bili. Ég sit hérna sem fastast að reyna að halda í móðurmálið...útlenskan getur beðið þangað til heim er komið og ekki allir geta séð útkomuna.

Þar sem að ég hef of mikið af hugsunum á listanum þá ætla ég að geyma þær þangað til ég næ að flokka þær eitthvað

Megið bara lesa þessi brot úr lögum sem ég hef verið að hlusta á í dag

 

"This dying youth of beauty and pleasure evaporates
Lives are connected to lasting obsessions that become possessions of waste
While buying the next new fashion that's fed to enslave this land of the free"

                                                                                               10 Years - Empires

"I want to hold you close
Soft breath, beating heart
As I whisper in your ear
I want to fucking tear you apart"

                      She wants revenge - Tear you apart

 

Svakalega var þetta tilgangslaust blogg hjá mér....eigið góðan dag og góða helgi einnig....og já á meðan ég man: Kolkrabbar eru loðnir að innan og líta út eins og tegund af ketti skoði maður þá að innan einhvern vegin....vígtennur og alles sko....ég komst að þessu í nótt í draumi...ég er ekki viss um að ég vilji smakka kolkrabba eftir þennan draum....þ.e.a.s hefði ég gert það fyrir....sem ég mun hvorki neita né viðurkenna að ég myndi gera

Regina


Easter of abnormality

Páskar já...þá gerðist víst eitthvað (hafi einhver áhyggjur af því að ég viti það ekki þá get ég nokkurn vegin fullvissað ykkur um að ég veit upp á hár hvað gerðist eða á að hafa gerst hvernig svo sem fólk lítur á þetta...ég var í sunnudagaskólanum sjáiði til...fleh)....annars væri nú ekki frí...ekki svona langt a.m.k....þó fólk geri allt til að fá frí frá vinnu og skóla....jafnvel þó engin sé ástæðan (nema sú sem það fólk býr til) (Vetrarfrí - "Hmm það er snjór og kalt og við erum þunglynd og nennum ekki að vinna eða skólast....tökum okkur frí") og vil ég þakka því fólki sem tókst að troða öllum þessum fríum inn í árið. Gott move líka að dreyfa þessu svona yfir allt árið. Og auðvitað núna í bland við öll þessi fyrirfram ákveðnu frí sem enginn kemst hjá að taka eftir þá er ég í vinnu þar sem ég fæ 2 frídaga í mánuði og get ég þá bara sagt fuck you ég er farin í frí í sumar og forðað mér eitthvert út á land....eða úr landi ef það stendur til boða og ég nenni því. Eða auðvitað bara verið heima hjá mér og verið nördinn sem ég er...það er erfitt að velja :)

Jæja já fríið mitt átti sér stað á akureyri (hefði auðvitað átt sér stað hefði ég verið í rvk líka). Planið var (you know where this is going) að verða svona líka blind-hauga full....og viti menn...ég var prúð og góð og kom ekki nálægt einu eða neinu ósiðsamlegu eða óviðeigandi. Svona þannig lagað...það fer eftir hvað er kallað ósiðsamlegt og óviðeigandi :D

Ég hitti gamla vini og kynntist nýju fólki og fékk svima eftir rúnthringinn og þá rifjuðust upp gamlir góðir tímar (mun ég aldrei geta sannfært neinn um að rúnturinn á ak sé frábær uppfinning....ég hef reynt)

Einhvern vegin finnst mér eins og mig hafi dreymt kött í nótt....en þar sem að tilfinningin í draumnum var mjög undarleg (ekki kynferðisleg....heldur undarleg) þá vil ég ekki muna hann :)

Eins frábær og akureyrin er þá finnst mér mjög gott að komast heim...ég held að það sé allt draslið mitt....ég er að hugsa um að láta grafa mig í grafhvelfingu með öllu dótinu mínu....nenma einhver vilji semja um að fá það þegar ég dey og bræða það alolt niður í eins konar amulet og tilbiðja mig í gegnum það....það er líka til umræðu....kannski gera nokkra þar sem að ég er ekki vss um að gull, silfur, plast, gler, járn, postulín, tré og marmari blandist vel saman....og ekki hægt að bræða sumt...en ég er ekki sérfræðingurinn....bara svona hugdetta :)

 Núna byrjar víst rútínan aftur með vinnu og fleiru tilheyrandi....

Þangað til næst...kveðja Regina


Of gömul?

Síðustu ár hefur maður smátt og smátt tekið eftir því að vinir og kunningjar eru að binda sig og eignast börn og hvað eina. Einnig hef ég tekið eftir því að upp á síðkastið eru allt fólk sem ég hitti annað hvort trúlofað, gift, fráskilið eða eiga a.m.k barn. Bara í fyrra var það fjarstæð tilhugsun að eiga barn og stofna fjölskyldu en núna virðist þetta vera sjálfsagður hlutur á þessum aldri.

Ég er tvítug og allt í kringum mig er eins konar pressa á mig til að fara að eignast börn, ekki útaf því að það sé verið að reka á eftir mér heldur útaf því að ég er ekki svo viss um að ég vilji vera ein eftir af vinum mínum ekki með maka og börn. Ég vil varla hugsa til þess að þurfa að fara að eignast mann og börn....en hins vegar vil ég ekki sitja heima hjá mér allar helgar útaf því að vinir mínir geta ekki djammað eða hitt mig útaf því að þau þurfa að vera heima hjá fjölskyldunni. Enn fremur vil ég þó ekki enda 40 og ein :p

Unglingar í dag stökkva of hratt út í hlutina. En svo auðvitað þekki ég fólk sem er saman og ég sé það að þau eiga að vera saman. Það er hægt að finna ástina ungur...ég varð ástfangin þegar ég var að ljúka 10. bekk og planið var að við myndum giftast einn daginn. Á þeim tíma virtist ekkert annað koma til greina þó ég vissi að ég væri ung...enda ákváðum við að bíða með það að gera eitthvað í því vegna þess að allt getur gerst. Og það gerðist...ég mun aldrei halda því fram að ég hafi ekki elskað þennan strák...sama hvernig aðstæðurnar eru í dag. Ég á honum margt að þakka og hver veit hvernig hlutirnir hefðu farið hefði ég getað haldið áfram. Að hugsa sér hversu fljótt hlutirnir breytast.....og hversu erfitt fyrir mig það er í dag að vilja samband. Ég virðist alltaf falla fyrir þeim sem að eru kolrangir fyrir mig. Og ég veit ástæðuna. Ég vel menn sem ég annað hvort get ekki fengið eða þá menn sem að ég veit að eru slæmir fyrir mig og veit að mun enda fljótlega. Útaf því að ég annað hvort vil ekki samband eða þá að ég vil ekki særa þá. Ef mér væri sama um að særa þá en ekki sama um að ég verði særð þá gæti ég hafa verið búin að fá mér kærasta sem ég veit að er ekki þessi vanalegi fáviti. Ég þekki þannig stráka og hef meira að segja haft tæki færi til að vera með þeim....en ég geri það ekki. Svo þegar einhver sem áður var ófáanlegur verður óófáanlegur (;)) þá er ég stundum ekki viss hvað ég á að gera....ég er ekki búin að undirbúa mig fyrir að það geti gerst. Það er auðveldara að þrá úr fjarlægð og þurfa þá ekki að hafa áhyggjur af því að hlutirnir verði alvarlegri heldur en að allt í einu þurfa að hugsa "hvað vil ég núna gera? Ég er búin að vilja hann þetta lengi og það hefur virkað vel fyrir mig að bara hafa það þannig en núna eru aðstæðurnar aðrar"

Ég elska að lifa og elska og vera til og hafa aðra að  og vera til staðar fyrir aðra og að gera mig að fífli og hlægja með öðrum (oft af sjálfri mér þó) og lífið mitt gæti líklegast ekki verið betra....en þegar karlmenn fara að rugla í hausun á mér með því að breyta óvart mínum plönum og ætlunum (eða réttara sagt mínum engu plönum) þá er það eitt stærsta vandmálið í mínu lífi. Ég veit að ég mun aldrei með góðri samvisku geta kennt þeim um þetta auðvitað...ekki þeim að kenna að ég sé með ruglaða sýn á lífið.

 Ætla mér að tilkynna öllum hér með að ég vil að vinir mínir séu vinir mínir og að engin skuli búast við öðru en vinskap...tilfinningalega séð né annað. Hér með munu aðeins einstaka persónur fá að sjá mínar sönnu tilfinningar til þeirra. Ef ég sýni minnstu umönnun þá má hinn sami taka það til sín á þann hátt að þeir skipti mig máli og líklegast meira máli en flestir. Þetta er tímabundið þó. Þannig að næstu daga og vikur mun ég líklegast ekki vera lík sjálfri mér. Flestir sem ég ber sterkar tilfinningar til hérna á höfuðborgarsvæðinu munu lítið taka eftir þessu þar sem að ég er að fara til akureyrar yfir páskana og þeir sem á akureyri eru munu líklegast ekki kippa sér upp við þetta þar sem að ég hef ekki hitt það fólk svo lengi Líklegast ákveður maður ekki svona hluti fyrirfram en svona líður mér akkúrat núna....kannski er það bara útaf því að ég er svöng og fór seint að sofa...og kvíði fyrir akureyrarferðinni....en sjáum til :)

 Í lokin vil ég bara segja að mér þykir vænt um ykkur.....og suma meira en aðra...einhver af ykkur vitið hver þið eruð....jafnvel þó gamlir vinir þið séuð ekki. Þetta er svona síðasta væntumþykjukveðjan í smá tíma :) hafið það gott yfir páskana og ég plana að fá útrás á akureyri og kem svo heim annað hvort mjög svo sátt eða mjööööög svo skömmustuleg....agi agi agi....það er það sem að ég mun reyna að temja mér þó upp að vissu marki.

Kannski maður hendi inn einhverju hingað í páskafríinu en ef ekki þá er það bara bless og takk fyrir mig þangað til á þriðjudag eða miðvikudag :)

www.reggy.blogcentral.is - hér ákvað ég að blogga eitthvað kjánalegt og heimskulegt í gær....og vilji svo til að það sé einhver sem ekki þekkir mig en hefur ekkert betra að gera en að lesa ruglið í mér þá getið þið alveg sníglast um á hinni síðunni og fundið upplýsingar um mig og séð að ég er ekki svona bjánaleg eins og ég hljóma í þessari færslu ;)

Regina


Barnapössun, fyllerí, leðurvinna, roleplay, kolaportið og bíóferð....

Jæja....í dag hefst mjög svo viðburðaríkt ferli....má segja að helgin mín verði þéttstöppuð af hlutum til að gera..

Einhvern vegin náði ég að láta plata mig í það að passa litla dýrið á heimilinu á meðan foreldraeiningin fer út að snæða með einhverjum plebbum frá einu af norðurlöndunum...all work, no pleasure...einhvern vegin vil ég að þau enda niðrí bæ dansandi af sér útlimina...og að ég fái myndir eða a.m.k mjög góðar sögur daginn eftir...ég man að einu sinni var hringt í mig eitt kveldið þegar var hátíð í bænum á akureyrinni og margir í bænum að djamma...vinkona mín var niðri í bæ og ég líklega á leið þangað og það fyrsta sem hún segir er þegar hún hringir: "Veistu hvar mamma þín er??" og ég auðvitað hafði ekki hugmynd....þá var hún móðir mín greinilega blindfull niðrí bæ með Björgvin....á miðju torginu....í bleikri lopapeysu, dansandi eins og 16 smástelpa! það er undarlegt að ímynda sér móður sína þannig...þangað til að eitt kvöldið bara núna um daginn þegar þau komu heim af árshátíð...og mamma mín að bæði hennar sögn (daginn eftir reyndar....hún hélt því statt og stöðugt fram að hún væri ekki drukkin...þangað til hún stoppaði í smá stund og hugsaði sig um....og þá kom bara"ég er svo ógeðslega drukkin Regína!" og Björgvins líka, að hún hefði aldrei áður verið svona drukkin og vonandi yrði það ekki í bráð...sérstaklega ekki í þeim félagsskap sem hún var í þetta kvöld...þetta var árshátíð Oddféló....mamma mín var heima daginn eftir þetta og hreyfði sig ekki út úr húsi =)

Annað kvöld er búið að ákveða fyllerí....ég og Írisin mín ætlium að verða drukknar á meðan Egill fer....öhh eitthvert annað að drekka =p planið er að hitta á hann seinna um kveldið...hvernig sem það mun ganga upp =D

Á laugardaginn....eftir þetta planaða fyllerí er ég að fara að hitta víkingana og fara að gera armhlífar...svo að strengurinn á boganum geti hætt að misþyrma hendinni minni....mæting er kl 1....ég mun reyna mitt aaaaallra besta að koma mér á fætur...eftir fyllerí....til að fara að sníða armhlífar....kl 1 !

Um kvöldið á laugardeginum verður spilað D&D í góðra vina hópi og haft það kósí fram eftir nóttu í ímynduðum heimi þar sem allt getur gerst og vonandi gerist...ég er hrokafullur half elf..og er cleric.....should be fun :p

svo er það sunnudagurinn sem mun mest megnis ganga svona fyrir sig: soooooofa, kolaportið með henni Kristrúnu minni (takið eftir að ég á allar stelpurnar sem ég minnist á...það er vegna þess að ég vingast ekki svo auðveldlega við stelpur..þannig að þegar ég finn stelpu sem mig langar ekki að rífa hausinn af í hvert skipti sem ég hitti hana þá eigna ég mér hana) og já eftir það er slakað á og svo Rambo um kvöldið með honum Óskari =)

Ég á eftir að koma á mánudaginn og skrifa færslu sem mun vera nákvæmlega þveröfug lýsing á helginn því að ef ég plana eitthvað þá er eins og einhver viti af því og ákveður að fokka öllu upp fyrir mér....og situr svo og hlær =D mjög svo eins og í Commissioned....ef guð er til þá væri það hann sem væri að þessu =D og ef þið vitð ekki hvað ég er að tala um....þá skuluð þið klikka á þessa linka:

http://www.commissionedcomic.com/?p=36

 http://www.commissionedcomic.com/?p=153

Það eru fleiri.....en þið verðið bara að bíða því að það er ekki búið að uploada fyrri stripunum =) en svona er þetta nokkurn veginn hjá mér....hjá mér þá er það vanalega að ég annað hvort týni einhverju sem ég hélt á fyrir nokkrum sekúndum eða þá að allt sem ég plana....endar akkúrat á einhvern allt annan hátt urgh =D og það er þetta sem ég tel mér trú um að ástæðan sé =p einhver er að fokkast í mér....

 

Regina...


Ég viðurkenni hér með að ég hafði aldrei séð The Shining fyrr en núna um helgina

Það eru of margar frægar, klassískar og góðar myndir (að sögn flestra) sem ég hef ekki séð...ég hef séð alveg óteljandi myndir og tel mig vera nokkuð reynda í þeim málum....en einhvern vegin tekst mér alltaf að taka stóóóóran krók frá öllum "bestu" og frægustu myndum heimsins. Ég tek sjaldan mark á umsögnum annars fólks þegar kemur að bíómyndum....því ég hef undarlega skoðun á myndum og það er þess vegna sem ég sækist ekki í það að horfa á myndir sem allir segja að séu "meistaraverk" og "snilldin ein" og hvernig sem fólk lýsir þessum myndum. Ég hef líka fengið að heyra það nokkuð oft að ég sé ómöguleg og mér hefur verið afneitað allnokkrum sinnim. Þannig að ég ákvað að taka mig á fyrrir nokkru síðan (upphafið var Star Wars...það er enn í vinnslu...Star Trek höfðar meira til mín einhvern vegin) 

Já ég svo ákvað að taka The Shining um helgina með honum Arnari. Vil þakka honum fyrir það kvöld....og það að hann tók mig alveg á taugum...því að við vorum að skoða The Exorcist the version you've never seen eða eitthvað í þá áttina....og ég auðvitað náði að stilla mig inná að þetta væri það hræðilegasta og mest creepy sem ég hefði séð...þannig að það var það....og ég bjóst við því að fara að sjá andlit á veggjunum mínum og eitthvað shit.

Allt í lagi....The Shining....núna ætla ég að tjá mig aðeins um þá mynd. Krakkinn var alveg óhemju svalur....sem að er mjög sjaldgæft að mér finnist....en ég náði alveg að heillast af honum. (mig langar í svona putta)

Ok og auðvitað var Herra Jack Nicholson sem Jack Torrance bara snillingur eins og alltaf...þessi maður er goð og ég mun bölva þeim degi er ég sé mynd sem að fær mig til að skipta um skoðun. (býst við að ég muni ekki bölva þeim degi því að þá hef ég hvort eð er misst álitið á honum og væri þá alveg sama vegna þess að þetta er búið og gert og ef að þið skiljið mig ekki....hringið þá í mig eða eitthvað því þetta er ómöguleg útskýring hjá mér en ég bara nenni ekki að eyða tíma og orku í eitthvað betra)

Hallorann var töffari....en mér fannst vanta meira um hann. Stundum finnst mér í þessum eldri myndum að það sé ekki náð að kynna fólkið og hver hver persóna er...líka á "tilfinningalegan" hátt....ef það meikar eitthvað sens. People seem so dead inside. Mér finnst það takast betur í dag að ná fram persónunni (leika betur býst ég við). Einnig finnst mér ég hljóma svaka væmin núna en hey....

Jæja já og hún frú Torrance...ef eitthvert ykkar hefur séð Chicken Little þá er þessi kona lifandi eftirmynd andarinnar....hvað sem hún hét....vinkonu Chicken little. Mæli með því að þið farið á netið og finnið mynd af henni eftir að þig horfið á The Shining til að bera saman. Frú Torrance heillaði mig ekki...burtséð frá því að líta út eins og önd með geðklofa þá gat hún ekki fyrir sitt litla líf leikið...nema atriðið væri þess legt að ekki þyrfti mikla hæfileika (auðvitað er ég ekki að segja að ég geti neitt betur....ég er það feymin að ég myndi örugglega vera rekin á öðrum degi) en common...hún hljóp um hótelið haldandi á hnífnum...sem hún hefði allt eins getað haldið að væri töfrasproti sem spítti glimmeri og sveiflaði höndunum um eins og ungversk listdansstúlka.

Og svo er það hann Jack sjálfur...mér fannst ágætt hveru langan tíma það tók hann að verða svona kolklikkaðann...og hveru rólegur hann var alveg þangað til undir lokin þó að maður sæi alveg að hann var svo sannarlega ekki hann sjálfur. Þetta glott og þessar augabrúnir gera "psycho lúkkið" ennþá óhugnalegra og maður getur vart ímyndað sér að nokkrum manni geti funndist þessi leikari viðkunnalegur.....og þó er hann það að mínu mati.

Í heildina var þetta ágæt mynd bara...næstar í röðinni er A Clockwork Orange. Full Metal Jacket. Kill Bill (þó mig langi ekkert til að sjá þær). Schindler's List og Reservoir Dogs. Þetta er svona það sem mér dettur í hug í augnablikinu. Annars er ég opin fyrir tillögum frá hverjum sem er varðandi hvaða mynd sem er. Endilega gefið mér hugmyndir

Leyndarmál kvöldsins er þetta: Ég ætlaði að vera dugleg og sofna ekki yfir myndinni....því klukkan var orðin eitthvað eftir 3 og ég bjóst alveg við því að sofna....Arnar sagði að hann myndi kítla mig ef ég myndi sofna þannig að ég reyndi mitt besta...akkúrat í atriðinu þar sem Jack Torrance er að tala við gaurinn inni á baðinu...sem er að þrífa fötin hans...þá dotta ég....en fatta það um leið og fer eitthvað að segja "haha hvað er í gangi, skrítinn kall..." og eitthvað bla bla til að fela það að ég hafi dottað....ég fæ ekkert svar frá Arnari...þannig að ég sný mér við og nema hvað...hann er sjálfur steinsofandi helvískur :D en ég er svo góð sál....að ég kítlaði hann ekki :D ef einhver vill deila við mig um það hvort ég sé góð sál....þá er það guðvelkomið einnig ;)

Vil benda á það að ég hef í nokkra daga reynt að fara inná blog.central síðuna mína....með litlum sem engum árangri. Þangað til að mér var ekki farið að standa á sama og ákvað að skoða þetta eitthvað betur....kemur í ljós að blog.central styður ekki undirstrik eða bandstrik í síðuheitum....þannig að reggy_ var orðið að reggy and no _...sem að er mjög hentugt fyrir mig því að þegar ég var að stofna þessa síðu þá gat ég ekki notað bara reggy því að það var önnur síða (mín einnig reyndar) sem að hafði það nafn....en ég gat ekki eytt henni og hef ekki hugmynd af hverju....núna lifi ég í sátt og samlindi við blog.central...og er að gera mitt besta í að manna mig upp í að blogga þar líka. endilega tékkið á heni á næstu dögum

www.reggy.blogcentral.is eða ef þið viljið vera oldschool þá er það www.blog.central.is/reggy

Þangað til næst....tata

Regina


Komið að hrakförum helgarinnar

Góðan og blessaðan mánudaginn segi ég nú bara. Ég er næstum því ánægð með að það er kominn mánudagur...því þá er ég að vinna...sem þýðir að ég fæ pening....og að ég fæ að hitta svona frábært fólk eins og ég vinn með....plús það áð ég þarf ekki að gera shit í vinnunni stundum...sem er reyndar dálítið þreytandi :D En jáááááá....snúum okkur að helginni minni

Föstudagurinn fór í það að vinna auðvitað og svo kl hálf 7 var farið uppí keiluhöll og spilað keilu með vinnunni. Vorum að keppa við Öryggismiðstöðina og Securitas....við urðum í 3. sæti....sem að segir ykkur hvað? Yubb við grúttöpuðum...að vissu leiti :D vorum nú ekki nema 15 stigum undir minnir mig :D en hey...það er ágætt að við unnum ekki....það hata alltaf allir þann sem vinnur ;) Annað skipti sem ég hef hætt mér í keilu og þótt ótrúlegt sé þá gat ég eitthvað og hafði ánægju af. Eftir ágætt kvöld fór ég í heimsókn til hans Arnars og ég var hundleiðinleg að sofna bara :D

Laugardagurinn fór í það að bara vera löt til að byrja með. Ég og Karítas fórum svo svaka sniðugar út í kirkjugarð með vasaljós, í óhemju kulda og myrkri að reyna að taka myndir...sem endaði með því við græddum lítið nema frosna putta og hroll það sem eftir var af kveldinu...þangað til að áfengið hitaði mann aðeins upp. Þannig var mál með vexti að ég sat heima hjá mér, við mína heittelskuðu tölvu, með ísmolana mína, CSI, Russell Peters, msn, kapal og comics og leið alveg ofboðslega vel...er svo ekki hringt í mig kl 2...Halla, Nikki og Valdi voru þá á leið sinni á Glaumbar og vildu að ég kæmi með....ég neitaði til að byrja með en svo fór ég að hugsa....ég var búin að vonast til að gera eitthvað skemmtilegt þessa helgi og áður en þau hringdu þá hafði ég ekki séð fram á að það myndi rætast úr því. Þannig að ég sagði bara fuck it og fór niður í bæ, edrú, reyrandi minn eigin bíl, lagði honum beint fyrir utan Glaumbar og labbaði uppað....ég var beðin um skilríki og ég, góð stelpa sýndi þessum unga manni þau því ég ákvað að það væri 50/50 líkur á að ég kæmist inn þar sem að ég verð ekki tvítug fyrr en í júní...hann horfði á ökuskirteinið mitt í smá stund, brosti og sagði svo að ég rétt sleppi...sigurstund í lífi mínu þar sem að þetta var fyrsta official skiptið mitt í miðbæ Reykjavíkur :D ég labbaði inn, ánægð með sjálfa mig og fann Höllu, Nikka og Valda sem voru á dansgólfinu og 66,6666 % af þeim drukkin....ég ákvað þá að draga hina edrú hHöllu niðrí bílinn minn að drekka....því ég hafði tekið með mér eina Mickey Finn's og ég held að ég hafi tekið helminginn af henni á svona 2 mínútum. Svo var maður kominn í stuð....eftir 5 míútur í bílnum....þannig að við ákváðum að fara núna upp aftur og skemmta okkur, ég skildi jakkann minn eftir, greyp kortið mitt, stóð upp úr bílnum, ýtti á samlæsingartakkann og lokaði bílnum...haldandi á engu nema kortinu mínu og ökuskírteininu mínu...núna var ég búin að læsa allt dótið mitt inní bílnum og þar á meðal lyklana af honum, búin að hella áfengi í einu manneskjuna sem ég vissi að hefði kannski mögulega getað keyrt mig heim til að ná í aukalykilinn og ekki í neinum jakka, og ekki með símann minn og ekki með málninardótið mitt. Þannig að ég stóð þarna í smá stund....og vissi ekkert hvað ég átti að gera...svo komst ég að bestu mögulegri niðurstöðu....verða svo drukkin að ég viti ekki hvað snýr upp né niður. And so I did :D Ég og Halla beint á barinn að panta okkur 4 sambúkka og svo áfram þar eftir götunum. Þangað til að ég rankaði við mér á dansgólfinu að dansa við einhvern dökkan mann....sem var lágvaxinn :D og svo kviknaði á ljósunum og þá var það merki um það að fara út...í engum jakka...að finna leigubíl...sem tók tíma....ég kom heim...seint....og ég fór ekkert að sofa...neinei ég fór á msn eins og algjör fábjáni :D ég komst að því að ég drakk aaaaallt of mikið á alltof stuttum tíma...ekki góð hugmynd að byrja drykkju kl 3 um nóttina og ætla sér samt að verða nógu drukkinn til að ná að skemmta sér niðrí bæ, drukkinn, áður en að nóttin er úti :D ég man þó að ég hitti hann Danna og kærustuna hans....og ég mundi hvað hún hét daginn eftir :D ég man aldrei nöfn á fólki sem að kynnir sig....I really don't care most of the time :p

Tata for now 

Regina


Færsla tvö - hvað er í fréttum í dag?

Hmm....segjum sem svo að ég "lesi" mbl.is á hverjum morgni...I do. Svona semi a.m.k. Ég sest niður og renni yfir hvað er að gerast í þessu volaða landi....og restinni af heiminum líka. Fram að þessu er ég bara búin að renna yfir innlendar fréttir og það sem ég tek strax eftir er þetta; íslendingar eru að verða kolklikkaðir. Þrír hlutir sem að sýna það augljóslega;

(1) fólk er að keyra eins og brjálæðingar í hálku og snjó, meira að segja þar sem að vegagerðin og lögreglan hafa bannað alla umferð. En hey...það eru samt sumir með afsökun....þeir eru fullir!

(2) Það virðist eins og það hafi aldrei verið svona mikið frost á Íslandi eða þá að þeir sem eiga að kallast fagmenn vita ekki alveg hvernig frumeindirnar virka saman í frosti, sem gerir það að verkum aaaaallt í þessarri borg er að gefa upp öndina vegna frosts eða vatns.

(3) Allir eru útúrdópaðir eða stelandi öllu steini léttara....og auðvitað....keyrandi eins og bavíanar...með þýfið í skottinu, falið undir hassinu. En greyin að allt sé hirt af þeim þegar gerð er húsleit. "Þessi kónguló er stór, hættuleg og ljót. Við verðum að taka hald á hana *því hún er kúl og við viljum eiga hana sjálfir*" og auðvitað "Hey hérna er hellingur af reiðufé...dóp peningar án efa. Við tökum hann líka því það er ólöglegt að selja eiturlyf eins og þið vitið krakkar mínir *núna getum við farið upp á stöð og kastað handfylli af peningum upp í loftið og látist vera milljónamæringar*"

Í öðrum fréttum er auðvitað að ríkisstjórnin og allt sem henni tengist er að gera alla ruglaða. Ég KANNSKI tjái mig meira um það seinna í dag ef ég hef orkuna í það að hugsa um pólitík.

Rétt í þessu er ég að renna yfir erlendar fréttir og eins og núna seinustu mánuði er alltaf það sama; 5032 létust vegna smá púðurs.....já eða smá byssukúlna. Það er eins og fólk sé bara dansandi úti á götum heimsins, skjótandi nágrannan í hausinn eða sprengjandi upp allt sem það heldur að geti skemmst og tekið með sér nokkrar sálir í leiðinni.

Og svo eru það Obama og Hillary. Ég held að Obama standi uppúr á endanum....er það útaf því að hann er dökkur og fólk hefur áhyggjur af því að vinni hann ekki verður sagt að hann hafi tapað vegna kynþáttar hans eða er það útaf því að Hillay er kona og flestir virðast vera smeikir við það að hafa kvenmann í svo áhrifamikilli stöðu? Svo auðvitað eru helling af fleiri möguleikum og annað sem kemur málinu við...og svo auðvitað....sitt sýnist hverjum. Kem kannski betur inná það seinna í dag.

Finn það sterklega á mér að dagurinn í dag eigi eftir að fara algjörlega á annan endann fyrr eða síðar. Kannski er það útaf því að kvefið sem ég er með er að reyna að bæla niður allar tilraunur bjartsýnnar hugsunar. En hey...ég reyni þó alltaf :) Núna er ég farin að gera eitthvað viturlegt frekar en að sitja hérna og röfla....eigið góðan dag og þangað til næst....tata

Regina


Blog.is?

Hvað er maður að gera eiginlega? Ekki nóg með það að maður geti ekki haldið uppi bloggi á öðrum síðum (jafnvel þó maður lofi gulli og grænum skógum í formi bloggfærslna og auðvitað....nada) þá samt tekst manni ekki að standast freistinguna að stofna enn einn account á einhverri nýrri og framandi síðu. Bara útaf því að maður heldur að hún verði eitthvað betri og sé innblástur á fleiri bloggfærslur. Grasið er alltaf grænna hinum megin er það ekki? Núna er ég virkilega að reyna þó...á reyndar eftir að ákveða hitt og þetta um hvernig málefni verða til umræðu hjá mér á hvorri síðunni...en er að hallast í áttina að því að vera voða formlega og "semi-pólitísk" hérna á blog.is. Orðið pólitík fær mig samt til að annað hvort zone out eða þá að hausinn hringsnýst um sjálfan sig og ég fæ það á tilfinninguna að hann detti af og ég þurfi að hlaupa á eftir honum niður götur bæjarins. Seinurstu nokkra mánuði hef ég reyndar byrjað vinnudaginn á því að fá mér heitt kakó, setjast við tölvuna og opna mbl.is...bara útaf því að mér fannst ég vera útundan þegar fólk í kringum mig fór að ræða málefni dagsins...og það eina sem kom upp í hausinn á mér voru risa hamborgarar að dansa, loftbelgir og önnur eins steypa. Jæja núna hef ég tjáð óbeit mína á hinu og þessu og sný mér að öðru.

Í dag er mánudagur hinn 4. febrúar...dásemdardagur fram að þessu, bollur sem að eiga þá hættu að drukkna í rjóma...og reyna að taka okkur öll með sér í gröfina með öllum tiltækum ráðum, sól og blíða....í bland við frostið sem að virðist aldrei ætla að taka enda, maður sem að tekur því sem sjálfsögðum hlut að sól = ekki svona andskoti kalt, maður er hress og hefur gaman að vinnunni því að ekkert er betra en að vinna með góðu fólki sem að kann að skemmta sér í vinnunni....sem að í mínu tilfelli í dag endist ekki nema smá stund því þá er ég horfn inn í horn, hnerrandi eins og köttur sem að hefur stungið nefinu ofan í kókglas eða sjúgandi upp í nefið þannig að augun í mér sogast inn í augntóftirnar í leiðinni. Svona er minn dagur búinn að vera....og klukkan ekki nema rétt hálf 12. Og ekki batnar það....því að ég veit hvað er í vændum fyrir mig um kl 13:00. Akkúrat þá, á mínútunni mun ég standa úti á Keflavíkurflugvelli lítandi út eins og fáviti. Þið hafið séð myndirnar þar sem að verið er að sækja einhvern á flugvöllinn...og manneskjan er með risa skilti til þess að manneskjan sem að verið er að ná í viti að verið er að ná í hana. Hey that's gonna be me! Ég gæti allt eins skrifað á skiltið með glimmeri og yfirstrikunarpennum því að ég get varla litið kjánalegri út þannig að af hverju ekki að hafa gaman að þessu. Ekki viss um að dúddinn myndi fatta djókinn...því þetta er víst einhver Normaður eða Svíi frá fyrirtæki sem við erum í viðskiptum við. A suit býst ég við. Ég hræði hann örugglega í burtu og verð rekin. 7, 9, 13. Dagurinn er svo að mestu óljós og mun ég bara taka því sem koma skal.

Eigið góðan dag og endilega látið í ykkur heyra

Regina kveður að sinni


Um bloggið

Hrakfarir og heimskupör....og einstaka eitthvað gáfulegt ;)

Höfundur

Regína R
Regína R

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband