Ég viðurkenni hér með að ég hafði aldrei séð The Shining fyrr en núna um helgina

Það eru of margar frægar, klassískar og góðar myndir (að sögn flestra) sem ég hef ekki séð...ég hef séð alveg óteljandi myndir og tel mig vera nokkuð reynda í þeim málum....en einhvern vegin tekst mér alltaf að taka stóóóóran krók frá öllum "bestu" og frægustu myndum heimsins. Ég tek sjaldan mark á umsögnum annars fólks þegar kemur að bíómyndum....því ég hef undarlega skoðun á myndum og það er þess vegna sem ég sækist ekki í það að horfa á myndir sem allir segja að séu "meistaraverk" og "snilldin ein" og hvernig sem fólk lýsir þessum myndum. Ég hef líka fengið að heyra það nokkuð oft að ég sé ómöguleg og mér hefur verið afneitað allnokkrum sinnim. Þannig að ég ákvað að taka mig á fyrrir nokkru síðan (upphafið var Star Wars...það er enn í vinnslu...Star Trek höfðar meira til mín einhvern vegin) 

Já ég svo ákvað að taka The Shining um helgina með honum Arnari. Vil þakka honum fyrir það kvöld....og það að hann tók mig alveg á taugum...því að við vorum að skoða The Exorcist the version you've never seen eða eitthvað í þá áttina....og ég auðvitað náði að stilla mig inná að þetta væri það hræðilegasta og mest creepy sem ég hefði séð...þannig að það var það....og ég bjóst við því að fara að sjá andlit á veggjunum mínum og eitthvað shit.

Allt í lagi....The Shining....núna ætla ég að tjá mig aðeins um þá mynd. Krakkinn var alveg óhemju svalur....sem að er mjög sjaldgæft að mér finnist....en ég náði alveg að heillast af honum. (mig langar í svona putta)

Ok og auðvitað var Herra Jack Nicholson sem Jack Torrance bara snillingur eins og alltaf...þessi maður er goð og ég mun bölva þeim degi er ég sé mynd sem að fær mig til að skipta um skoðun. (býst við að ég muni ekki bölva þeim degi því að þá hef ég hvort eð er misst álitið á honum og væri þá alveg sama vegna þess að þetta er búið og gert og ef að þið skiljið mig ekki....hringið þá í mig eða eitthvað því þetta er ómöguleg útskýring hjá mér en ég bara nenni ekki að eyða tíma og orku í eitthvað betra)

Hallorann var töffari....en mér fannst vanta meira um hann. Stundum finnst mér í þessum eldri myndum að það sé ekki náð að kynna fólkið og hver hver persóna er...líka á "tilfinningalegan" hátt....ef það meikar eitthvað sens. People seem so dead inside. Mér finnst það takast betur í dag að ná fram persónunni (leika betur býst ég við). Einnig finnst mér ég hljóma svaka væmin núna en hey....

Jæja já og hún frú Torrance...ef eitthvert ykkar hefur séð Chicken Little þá er þessi kona lifandi eftirmynd andarinnar....hvað sem hún hét....vinkonu Chicken little. Mæli með því að þið farið á netið og finnið mynd af henni eftir að þig horfið á The Shining til að bera saman. Frú Torrance heillaði mig ekki...burtséð frá því að líta út eins og önd með geðklofa þá gat hún ekki fyrir sitt litla líf leikið...nema atriðið væri þess legt að ekki þyrfti mikla hæfileika (auðvitað er ég ekki að segja að ég geti neitt betur....ég er það feymin að ég myndi örugglega vera rekin á öðrum degi) en common...hún hljóp um hótelið haldandi á hnífnum...sem hún hefði allt eins getað haldið að væri töfrasproti sem spítti glimmeri og sveiflaði höndunum um eins og ungversk listdansstúlka.

Og svo er það hann Jack sjálfur...mér fannst ágætt hveru langan tíma það tók hann að verða svona kolklikkaðann...og hveru rólegur hann var alveg þangað til undir lokin þó að maður sæi alveg að hann var svo sannarlega ekki hann sjálfur. Þetta glott og þessar augabrúnir gera "psycho lúkkið" ennþá óhugnalegra og maður getur vart ímyndað sér að nokkrum manni geti funndist þessi leikari viðkunnalegur.....og þó er hann það að mínu mati.

Í heildina var þetta ágæt mynd bara...næstar í röðinni er A Clockwork Orange. Full Metal Jacket. Kill Bill (þó mig langi ekkert til að sjá þær). Schindler's List og Reservoir Dogs. Þetta er svona það sem mér dettur í hug í augnablikinu. Annars er ég opin fyrir tillögum frá hverjum sem er varðandi hvaða mynd sem er. Endilega gefið mér hugmyndir

Leyndarmál kvöldsins er þetta: Ég ætlaði að vera dugleg og sofna ekki yfir myndinni....því klukkan var orðin eitthvað eftir 3 og ég bjóst alveg við því að sofna....Arnar sagði að hann myndi kítla mig ef ég myndi sofna þannig að ég reyndi mitt besta...akkúrat í atriðinu þar sem Jack Torrance er að tala við gaurinn inni á baðinu...sem er að þrífa fötin hans...þá dotta ég....en fatta það um leið og fer eitthvað að segja "haha hvað er í gangi, skrítinn kall..." og eitthvað bla bla til að fela það að ég hafi dottað....ég fæ ekkert svar frá Arnari...þannig að ég sný mér við og nema hvað...hann er sjálfur steinsofandi helvískur :D en ég er svo góð sál....að ég kítlaði hann ekki :D ef einhver vill deila við mig um það hvort ég sé góð sál....þá er það guðvelkomið einnig ;)

Vil benda á það að ég hef í nokkra daga reynt að fara inná blog.central síðuna mína....með litlum sem engum árangri. Þangað til að mér var ekki farið að standa á sama og ákvað að skoða þetta eitthvað betur....kemur í ljós að blog.central styður ekki undirstrik eða bandstrik í síðuheitum....þannig að reggy_ var orðið að reggy and no _...sem að er mjög hentugt fyrir mig því að þegar ég var að stofna þessa síðu þá gat ég ekki notað bara reggy því að það var önnur síða (mín einnig reyndar) sem að hafði það nafn....en ég gat ekki eytt henni og hef ekki hugmynd af hverju....núna lifi ég í sátt og samlindi við blog.central...og er að gera mitt besta í að manna mig upp í að blogga þar líka. endilega tékkið á heni á næstu dögum

www.reggy.blogcentral.is eða ef þið viljið vera oldschool þá er það www.blog.central.is/reggy

Þangað til næst....tata

Regina


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrakfarir og heimskupör....og einstaka eitthvað gáfulegt ;)

Höfundur

Regína R
Regína R

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband