Barnapössun, fyllerí, leðurvinna, roleplay, kolaportið og bíóferð....

Jæja....í dag hefst mjög svo viðburðaríkt ferli....má segja að helgin mín verði þéttstöppuð af hlutum til að gera..

Einhvern vegin náði ég að láta plata mig í það að passa litla dýrið á heimilinu á meðan foreldraeiningin fer út að snæða með einhverjum plebbum frá einu af norðurlöndunum...all work, no pleasure...einhvern vegin vil ég að þau enda niðrí bæ dansandi af sér útlimina...og að ég fái myndir eða a.m.k mjög góðar sögur daginn eftir...ég man að einu sinni var hringt í mig eitt kveldið þegar var hátíð í bænum á akureyrinni og margir í bænum að djamma...vinkona mín var niðri í bæ og ég líklega á leið þangað og það fyrsta sem hún segir er þegar hún hringir: "Veistu hvar mamma þín er??" og ég auðvitað hafði ekki hugmynd....þá var hún móðir mín greinilega blindfull niðrí bæ með Björgvin....á miðju torginu....í bleikri lopapeysu, dansandi eins og 16 smástelpa! það er undarlegt að ímynda sér móður sína þannig...þangað til að eitt kvöldið bara núna um daginn þegar þau komu heim af árshátíð...og mamma mín að bæði hennar sögn (daginn eftir reyndar....hún hélt því statt og stöðugt fram að hún væri ekki drukkin...þangað til hún stoppaði í smá stund og hugsaði sig um....og þá kom bara"ég er svo ógeðslega drukkin Regína!" og Björgvins líka, að hún hefði aldrei áður verið svona drukkin og vonandi yrði það ekki í bráð...sérstaklega ekki í þeim félagsskap sem hún var í þetta kvöld...þetta var árshátíð Oddféló....mamma mín var heima daginn eftir þetta og hreyfði sig ekki út úr húsi =)

Annað kvöld er búið að ákveða fyllerí....ég og Írisin mín ætlium að verða drukknar á meðan Egill fer....öhh eitthvert annað að drekka =p planið er að hitta á hann seinna um kveldið...hvernig sem það mun ganga upp =D

Á laugardaginn....eftir þetta planaða fyllerí er ég að fara að hitta víkingana og fara að gera armhlífar...svo að strengurinn á boganum geti hætt að misþyrma hendinni minni....mæting er kl 1....ég mun reyna mitt aaaaallra besta að koma mér á fætur...eftir fyllerí....til að fara að sníða armhlífar....kl 1 !

Um kvöldið á laugardeginum verður spilað D&D í góðra vina hópi og haft það kósí fram eftir nóttu í ímynduðum heimi þar sem allt getur gerst og vonandi gerist...ég er hrokafullur half elf..og er cleric.....should be fun :p

svo er það sunnudagurinn sem mun mest megnis ganga svona fyrir sig: soooooofa, kolaportið með henni Kristrúnu minni (takið eftir að ég á allar stelpurnar sem ég minnist á...það er vegna þess að ég vingast ekki svo auðveldlega við stelpur..þannig að þegar ég finn stelpu sem mig langar ekki að rífa hausinn af í hvert skipti sem ég hitti hana þá eigna ég mér hana) og já eftir það er slakað á og svo Rambo um kvöldið með honum Óskari =)

Ég á eftir að koma á mánudaginn og skrifa færslu sem mun vera nákvæmlega þveröfug lýsing á helginn því að ef ég plana eitthvað þá er eins og einhver viti af því og ákveður að fokka öllu upp fyrir mér....og situr svo og hlær =D mjög svo eins og í Commissioned....ef guð er til þá væri það hann sem væri að þessu =D og ef þið vitð ekki hvað ég er að tala um....þá skuluð þið klikka á þessa linka:

http://www.commissionedcomic.com/?p=36

 http://www.commissionedcomic.com/?p=153

Það eru fleiri.....en þið verðið bara að bíða því að það er ekki búið að uploada fyrri stripunum =) en svona er þetta nokkurn veginn hjá mér....hjá mér þá er það vanalega að ég annað hvort týni einhverju sem ég hélt á fyrir nokkrum sekúndum eða þá að allt sem ég plana....endar akkúrat á einhvern allt annan hátt urgh =D og það er þetta sem ég tel mér trú um að ástæðan sé =p einhver er að fokkast í mér....

 

Regina...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrakfarir og heimskupör....og einstaka eitthvað gáfulegt ;)

Höfundur

Regína R
Regína R

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 227

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband