Blog.is?

Hvað er maður að gera eiginlega? Ekki nóg með það að maður geti ekki haldið uppi bloggi á öðrum síðum (jafnvel þó maður lofi gulli og grænum skógum í formi bloggfærslna og auðvitað....nada) þá samt tekst manni ekki að standast freistinguna að stofna enn einn account á einhverri nýrri og framandi síðu. Bara útaf því að maður heldur að hún verði eitthvað betri og sé innblástur á fleiri bloggfærslur. Grasið er alltaf grænna hinum megin er það ekki? Núna er ég virkilega að reyna þó...á reyndar eftir að ákveða hitt og þetta um hvernig málefni verða til umræðu hjá mér á hvorri síðunni...en er að hallast í áttina að því að vera voða formlega og "semi-pólitísk" hérna á blog.is. Orðið pólitík fær mig samt til að annað hvort zone out eða þá að hausinn hringsnýst um sjálfan sig og ég fæ það á tilfinninguna að hann detti af og ég þurfi að hlaupa á eftir honum niður götur bæjarins. Seinurstu nokkra mánuði hef ég reyndar byrjað vinnudaginn á því að fá mér heitt kakó, setjast við tölvuna og opna mbl.is...bara útaf því að mér fannst ég vera útundan þegar fólk í kringum mig fór að ræða málefni dagsins...og það eina sem kom upp í hausinn á mér voru risa hamborgarar að dansa, loftbelgir og önnur eins steypa. Jæja núna hef ég tjáð óbeit mína á hinu og þessu og sný mér að öðru.

Í dag er mánudagur hinn 4. febrúar...dásemdardagur fram að þessu, bollur sem að eiga þá hættu að drukkna í rjóma...og reyna að taka okkur öll með sér í gröfina með öllum tiltækum ráðum, sól og blíða....í bland við frostið sem að virðist aldrei ætla að taka enda, maður sem að tekur því sem sjálfsögðum hlut að sól = ekki svona andskoti kalt, maður er hress og hefur gaman að vinnunni því að ekkert er betra en að vinna með góðu fólki sem að kann að skemmta sér í vinnunni....sem að í mínu tilfelli í dag endist ekki nema smá stund því þá er ég horfn inn í horn, hnerrandi eins og köttur sem að hefur stungið nefinu ofan í kókglas eða sjúgandi upp í nefið þannig að augun í mér sogast inn í augntóftirnar í leiðinni. Svona er minn dagur búinn að vera....og klukkan ekki nema rétt hálf 12. Og ekki batnar það....því að ég veit hvað er í vændum fyrir mig um kl 13:00. Akkúrat þá, á mínútunni mun ég standa úti á Keflavíkurflugvelli lítandi út eins og fáviti. Þið hafið séð myndirnar þar sem að verið er að sækja einhvern á flugvöllinn...og manneskjan er með risa skilti til þess að manneskjan sem að verið er að ná í viti að verið er að ná í hana. Hey that's gonna be me! Ég gæti allt eins skrifað á skiltið með glimmeri og yfirstrikunarpennum því að ég get varla litið kjánalegri út þannig að af hverju ekki að hafa gaman að þessu. Ekki viss um að dúddinn myndi fatta djókinn...því þetta er víst einhver Normaður eða Svíi frá fyrirtæki sem við erum í viðskiptum við. A suit býst ég við. Ég hræði hann örugglega í burtu og verð rekin. 7, 9, 13. Dagurinn er svo að mestu óljós og mun ég bara taka því sem koma skal.

Eigið góðan dag og endilega látið í ykkur heyra

Regina kveður að sinni


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

um að gera að safna bara bloggum. við hvert nýtt blogg bætirðu fyrra metið þitt

engin ástæða að óttast bindishnútinn. hann verður örugglega frekar upp með sér, þegar hann sér þig

Brjánn Guðjónsson, 4.2.2008 kl. 11:57

2 Smámynd: Regína R

Hehe takk kærlega...gott að fá svona comment til að hughreysta mann :D og það virkaði :)

Regína R, 4.2.2008 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrakfarir og heimskupör....og einstaka eitthvað gáfulegt ;)

Höfundur

Regína R
Regína R

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 235

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband