Komið að hrakförum helgarinnar

Góðan og blessaðan mánudaginn segi ég nú bara. Ég er næstum því ánægð með að það er kominn mánudagur...því þá er ég að vinna...sem þýðir að ég fæ pening....og að ég fæ að hitta svona frábært fólk eins og ég vinn með....plús það áð ég þarf ekki að gera shit í vinnunni stundum...sem er reyndar dálítið þreytandi :D En jáááááá....snúum okkur að helginni minni

Föstudagurinn fór í það að vinna auðvitað og svo kl hálf 7 var farið uppí keiluhöll og spilað keilu með vinnunni. Vorum að keppa við Öryggismiðstöðina og Securitas....við urðum í 3. sæti....sem að segir ykkur hvað? Yubb við grúttöpuðum...að vissu leiti :D vorum nú ekki nema 15 stigum undir minnir mig :D en hey...það er ágætt að við unnum ekki....það hata alltaf allir þann sem vinnur ;) Annað skipti sem ég hef hætt mér í keilu og þótt ótrúlegt sé þá gat ég eitthvað og hafði ánægju af. Eftir ágætt kvöld fór ég í heimsókn til hans Arnars og ég var hundleiðinleg að sofna bara :D

Laugardagurinn fór í það að bara vera löt til að byrja með. Ég og Karítas fórum svo svaka sniðugar út í kirkjugarð með vasaljós, í óhemju kulda og myrkri að reyna að taka myndir...sem endaði með því við græddum lítið nema frosna putta og hroll það sem eftir var af kveldinu...þangað til að áfengið hitaði mann aðeins upp. Þannig var mál með vexti að ég sat heima hjá mér, við mína heittelskuðu tölvu, með ísmolana mína, CSI, Russell Peters, msn, kapal og comics og leið alveg ofboðslega vel...er svo ekki hringt í mig kl 2...Halla, Nikki og Valdi voru þá á leið sinni á Glaumbar og vildu að ég kæmi með....ég neitaði til að byrja með en svo fór ég að hugsa....ég var búin að vonast til að gera eitthvað skemmtilegt þessa helgi og áður en þau hringdu þá hafði ég ekki séð fram á að það myndi rætast úr því. Þannig að ég sagði bara fuck it og fór niður í bæ, edrú, reyrandi minn eigin bíl, lagði honum beint fyrir utan Glaumbar og labbaði uppað....ég var beðin um skilríki og ég, góð stelpa sýndi þessum unga manni þau því ég ákvað að það væri 50/50 líkur á að ég kæmist inn þar sem að ég verð ekki tvítug fyrr en í júní...hann horfði á ökuskirteinið mitt í smá stund, brosti og sagði svo að ég rétt sleppi...sigurstund í lífi mínu þar sem að þetta var fyrsta official skiptið mitt í miðbæ Reykjavíkur :D ég labbaði inn, ánægð með sjálfa mig og fann Höllu, Nikka og Valda sem voru á dansgólfinu og 66,6666 % af þeim drukkin....ég ákvað þá að draga hina edrú hHöllu niðrí bílinn minn að drekka....því ég hafði tekið með mér eina Mickey Finn's og ég held að ég hafi tekið helminginn af henni á svona 2 mínútum. Svo var maður kominn í stuð....eftir 5 míútur í bílnum....þannig að við ákváðum að fara núna upp aftur og skemmta okkur, ég skildi jakkann minn eftir, greyp kortið mitt, stóð upp úr bílnum, ýtti á samlæsingartakkann og lokaði bílnum...haldandi á engu nema kortinu mínu og ökuskírteininu mínu...núna var ég búin að læsa allt dótið mitt inní bílnum og þar á meðal lyklana af honum, búin að hella áfengi í einu manneskjuna sem ég vissi að hefði kannski mögulega getað keyrt mig heim til að ná í aukalykilinn og ekki í neinum jakka, og ekki með símann minn og ekki með málninardótið mitt. Þannig að ég stóð þarna í smá stund....og vissi ekkert hvað ég átti að gera...svo komst ég að bestu mögulegri niðurstöðu....verða svo drukkin að ég viti ekki hvað snýr upp né niður. And so I did :D Ég og Halla beint á barinn að panta okkur 4 sambúkka og svo áfram þar eftir götunum. Þangað til að ég rankaði við mér á dansgólfinu að dansa við einhvern dökkan mann....sem var lágvaxinn :D og svo kviknaði á ljósunum og þá var það merki um það að fara út...í engum jakka...að finna leigubíl...sem tók tíma....ég kom heim...seint....og ég fór ekkert að sofa...neinei ég fór á msn eins og algjör fábjáni :D ég komst að því að ég drakk aaaaallt of mikið á alltof stuttum tíma...ekki góð hugmynd að byrja drykkju kl 3 um nóttina og ætla sér samt að verða nógu drukkinn til að ná að skemmta sér niðrí bæ, drukkinn, áður en að nóttin er úti :D ég man þó að ég hitti hann Danna og kærustuna hans....og ég mundi hvað hún hét daginn eftir :D ég man aldrei nöfn á fólki sem að kynnir sig....I really don't care most of the time :p

Tata for now 

Regina


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehe þú ert æði... gott að þú skemmtir þér þó þú hafir ekki komist heim hahaha

Íris (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrakfarir og heimskupör....og einstaka eitthvað gáfulegt ;)

Höfundur

Regína R
Regína R

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband