Of gömul?

Síðustu ár hefur maður smátt og smátt tekið eftir því að vinir og kunningjar eru að binda sig og eignast börn og hvað eina. Einnig hef ég tekið eftir því að upp á síðkastið eru allt fólk sem ég hitti annað hvort trúlofað, gift, fráskilið eða eiga a.m.k barn. Bara í fyrra var það fjarstæð tilhugsun að eiga barn og stofna fjölskyldu en núna virðist þetta vera sjálfsagður hlutur á þessum aldri.

Ég er tvítug og allt í kringum mig er eins konar pressa á mig til að fara að eignast börn, ekki útaf því að það sé verið að reka á eftir mér heldur útaf því að ég er ekki svo viss um að ég vilji vera ein eftir af vinum mínum ekki með maka og börn. Ég vil varla hugsa til þess að þurfa að fara að eignast mann og börn....en hins vegar vil ég ekki sitja heima hjá mér allar helgar útaf því að vinir mínir geta ekki djammað eða hitt mig útaf því að þau þurfa að vera heima hjá fjölskyldunni. Enn fremur vil ég þó ekki enda 40 og ein :p

Unglingar í dag stökkva of hratt út í hlutina. En svo auðvitað þekki ég fólk sem er saman og ég sé það að þau eiga að vera saman. Það er hægt að finna ástina ungur...ég varð ástfangin þegar ég var að ljúka 10. bekk og planið var að við myndum giftast einn daginn. Á þeim tíma virtist ekkert annað koma til greina þó ég vissi að ég væri ung...enda ákváðum við að bíða með það að gera eitthvað í því vegna þess að allt getur gerst. Og það gerðist...ég mun aldrei halda því fram að ég hafi ekki elskað þennan strák...sama hvernig aðstæðurnar eru í dag. Ég á honum margt að þakka og hver veit hvernig hlutirnir hefðu farið hefði ég getað haldið áfram. Að hugsa sér hversu fljótt hlutirnir breytast.....og hversu erfitt fyrir mig það er í dag að vilja samband. Ég virðist alltaf falla fyrir þeim sem að eru kolrangir fyrir mig. Og ég veit ástæðuna. Ég vel menn sem ég annað hvort get ekki fengið eða þá menn sem að ég veit að eru slæmir fyrir mig og veit að mun enda fljótlega. Útaf því að ég annað hvort vil ekki samband eða þá að ég vil ekki særa þá. Ef mér væri sama um að særa þá en ekki sama um að ég verði særð þá gæti ég hafa verið búin að fá mér kærasta sem ég veit að er ekki þessi vanalegi fáviti. Ég þekki þannig stráka og hef meira að segja haft tæki færi til að vera með þeim....en ég geri það ekki. Svo þegar einhver sem áður var ófáanlegur verður óófáanlegur (;)) þá er ég stundum ekki viss hvað ég á að gera....ég er ekki búin að undirbúa mig fyrir að það geti gerst. Það er auðveldara að þrá úr fjarlægð og þurfa þá ekki að hafa áhyggjur af því að hlutirnir verði alvarlegri heldur en að allt í einu þurfa að hugsa "hvað vil ég núna gera? Ég er búin að vilja hann þetta lengi og það hefur virkað vel fyrir mig að bara hafa það þannig en núna eru aðstæðurnar aðrar"

Ég elska að lifa og elska og vera til og hafa aðra að  og vera til staðar fyrir aðra og að gera mig að fífli og hlægja með öðrum (oft af sjálfri mér þó) og lífið mitt gæti líklegast ekki verið betra....en þegar karlmenn fara að rugla í hausun á mér með því að breyta óvart mínum plönum og ætlunum (eða réttara sagt mínum engu plönum) þá er það eitt stærsta vandmálið í mínu lífi. Ég veit að ég mun aldrei með góðri samvisku geta kennt þeim um þetta auðvitað...ekki þeim að kenna að ég sé með ruglaða sýn á lífið.

 Ætla mér að tilkynna öllum hér með að ég vil að vinir mínir séu vinir mínir og að engin skuli búast við öðru en vinskap...tilfinningalega séð né annað. Hér með munu aðeins einstaka persónur fá að sjá mínar sönnu tilfinningar til þeirra. Ef ég sýni minnstu umönnun þá má hinn sami taka það til sín á þann hátt að þeir skipti mig máli og líklegast meira máli en flestir. Þetta er tímabundið þó. Þannig að næstu daga og vikur mun ég líklegast ekki vera lík sjálfri mér. Flestir sem ég ber sterkar tilfinningar til hérna á höfuðborgarsvæðinu munu lítið taka eftir þessu þar sem að ég er að fara til akureyrar yfir páskana og þeir sem á akureyri eru munu líklegast ekki kippa sér upp við þetta þar sem að ég hef ekki hitt það fólk svo lengi Líklegast ákveður maður ekki svona hluti fyrirfram en svona líður mér akkúrat núna....kannski er það bara útaf því að ég er svöng og fór seint að sofa...og kvíði fyrir akureyrarferðinni....en sjáum til :)

 Í lokin vil ég bara segja að mér þykir vænt um ykkur.....og suma meira en aðra...einhver af ykkur vitið hver þið eruð....jafnvel þó gamlir vinir þið séuð ekki. Þetta er svona síðasta væntumþykjukveðjan í smá tíma :) hafið það gott yfir páskana og ég plana að fá útrás á akureyri og kem svo heim annað hvort mjög svo sátt eða mjööööög svo skömmustuleg....agi agi agi....það er það sem að ég mun reyna að temja mér þó upp að vissu marki.

Kannski maður hendi inn einhverju hingað í páskafríinu en ef ekki þá er það bara bless og takk fyrir mig þangað til á þriðjudag eða miðvikudag :)

www.reggy.blogcentral.is - hér ákvað ég að blogga eitthvað kjánalegt og heimskulegt í gær....og vilji svo til að það sé einhver sem ekki þekkir mig en hefur ekkert betra að gera en að lesa ruglið í mér þá getið þið alveg sníglast um á hinni síðunni og fundið upplýsingar um mig og séð að ég er ekki svona bjánaleg eins og ég hljóma í þessari færslu ;)

Regina


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrakfarir og heimskupör....og einstaka eitthvað gáfulegt ;)

Höfundur

Regína R
Regína R

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband