Easter of abnormality

Páskar já...þá gerðist víst eitthvað (hafi einhver áhyggjur af því að ég viti það ekki þá get ég nokkurn vegin fullvissað ykkur um að ég veit upp á hár hvað gerðist eða á að hafa gerst hvernig svo sem fólk lítur á þetta...ég var í sunnudagaskólanum sjáiði til...fleh)....annars væri nú ekki frí...ekki svona langt a.m.k....þó fólk geri allt til að fá frí frá vinnu og skóla....jafnvel þó engin sé ástæðan (nema sú sem það fólk býr til) (Vetrarfrí - "Hmm það er snjór og kalt og við erum þunglynd og nennum ekki að vinna eða skólast....tökum okkur frí") og vil ég þakka því fólki sem tókst að troða öllum þessum fríum inn í árið. Gott move líka að dreyfa þessu svona yfir allt árið. Og auðvitað núna í bland við öll þessi fyrirfram ákveðnu frí sem enginn kemst hjá að taka eftir þá er ég í vinnu þar sem ég fæ 2 frídaga í mánuði og get ég þá bara sagt fuck you ég er farin í frí í sumar og forðað mér eitthvert út á land....eða úr landi ef það stendur til boða og ég nenni því. Eða auðvitað bara verið heima hjá mér og verið nördinn sem ég er...það er erfitt að velja :)

Jæja já fríið mitt átti sér stað á akureyri (hefði auðvitað átt sér stað hefði ég verið í rvk líka). Planið var (you know where this is going) að verða svona líka blind-hauga full....og viti menn...ég var prúð og góð og kom ekki nálægt einu eða neinu ósiðsamlegu eða óviðeigandi. Svona þannig lagað...það fer eftir hvað er kallað ósiðsamlegt og óviðeigandi :D

Ég hitti gamla vini og kynntist nýju fólki og fékk svima eftir rúnthringinn og þá rifjuðust upp gamlir góðir tímar (mun ég aldrei geta sannfært neinn um að rúnturinn á ak sé frábær uppfinning....ég hef reynt)

Einhvern vegin finnst mér eins og mig hafi dreymt kött í nótt....en þar sem að tilfinningin í draumnum var mjög undarleg (ekki kynferðisleg....heldur undarleg) þá vil ég ekki muna hann :)

Eins frábær og akureyrin er þá finnst mér mjög gott að komast heim...ég held að það sé allt draslið mitt....ég er að hugsa um að láta grafa mig í grafhvelfingu með öllu dótinu mínu....nenma einhver vilji semja um að fá það þegar ég dey og bræða það alolt niður í eins konar amulet og tilbiðja mig í gegnum það....það er líka til umræðu....kannski gera nokkra þar sem að ég er ekki vss um að gull, silfur, plast, gler, járn, postulín, tré og marmari blandist vel saman....og ekki hægt að bræða sumt...en ég er ekki sérfræðingurinn....bara svona hugdetta :)

 Núna byrjar víst rútínan aftur með vinnu og fleiru tilheyrandi....

Þangað til næst...kveðja Regina


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrakfarir og heimskupör....og einstaka eitthvað gáfulegt ;)

Höfundur

Regína R
Regína R

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 227

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband