Færsla tvö - hvað er í fréttum í dag?

Hmm....segjum sem svo að ég "lesi" mbl.is á hverjum morgni...I do. Svona semi a.m.k. Ég sest niður og renni yfir hvað er að gerast í þessu volaða landi....og restinni af heiminum líka. Fram að þessu er ég bara búin að renna yfir innlendar fréttir og það sem ég tek strax eftir er þetta; íslendingar eru að verða kolklikkaðir. Þrír hlutir sem að sýna það augljóslega;

(1) fólk er að keyra eins og brjálæðingar í hálku og snjó, meira að segja þar sem að vegagerðin og lögreglan hafa bannað alla umferð. En hey...það eru samt sumir með afsökun....þeir eru fullir!

(2) Það virðist eins og það hafi aldrei verið svona mikið frost á Íslandi eða þá að þeir sem eiga að kallast fagmenn vita ekki alveg hvernig frumeindirnar virka saman í frosti, sem gerir það að verkum aaaaallt í þessarri borg er að gefa upp öndina vegna frosts eða vatns.

(3) Allir eru útúrdópaðir eða stelandi öllu steini léttara....og auðvitað....keyrandi eins og bavíanar...með þýfið í skottinu, falið undir hassinu. En greyin að allt sé hirt af þeim þegar gerð er húsleit. "Þessi kónguló er stór, hættuleg og ljót. Við verðum að taka hald á hana *því hún er kúl og við viljum eiga hana sjálfir*" og auðvitað "Hey hérna er hellingur af reiðufé...dóp peningar án efa. Við tökum hann líka því það er ólöglegt að selja eiturlyf eins og þið vitið krakkar mínir *núna getum við farið upp á stöð og kastað handfylli af peningum upp í loftið og látist vera milljónamæringar*"

Í öðrum fréttum er auðvitað að ríkisstjórnin og allt sem henni tengist er að gera alla ruglaða. Ég KANNSKI tjái mig meira um það seinna í dag ef ég hef orkuna í það að hugsa um pólitík.

Rétt í þessu er ég að renna yfir erlendar fréttir og eins og núna seinustu mánuði er alltaf það sama; 5032 létust vegna smá púðurs.....já eða smá byssukúlna. Það er eins og fólk sé bara dansandi úti á götum heimsins, skjótandi nágrannan í hausinn eða sprengjandi upp allt sem það heldur að geti skemmst og tekið með sér nokkrar sálir í leiðinni.

Og svo eru það Obama og Hillary. Ég held að Obama standi uppúr á endanum....er það útaf því að hann er dökkur og fólk hefur áhyggjur af því að vinni hann ekki verður sagt að hann hafi tapað vegna kynþáttar hans eða er það útaf því að Hillay er kona og flestir virðast vera smeikir við það að hafa kvenmann í svo áhrifamikilli stöðu? Svo auðvitað eru helling af fleiri möguleikum og annað sem kemur málinu við...og svo auðvitað....sitt sýnist hverjum. Kem kannski betur inná það seinna í dag.

Finn það sterklega á mér að dagurinn í dag eigi eftir að fara algjörlega á annan endann fyrr eða síðar. Kannski er það útaf því að kvefið sem ég er með er að reyna að bæla niður allar tilraunur bjartsýnnar hugsunar. En hey...ég reyni þó alltaf :) Núna er ég farin að gera eitthvað viturlegt frekar en að sitja hérna og röfla....eigið góðan dag og þangað til næst....tata

Regina


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ var að reyna að skrifa í gestabókina þína

ég held að það hafi ekki tekist svo ég ættla bara að skrifa hérna í staðinn =)

gaman að sjá að þú ert farinn að blogga aftur!

vonandi að þetta gangi eitthvað betur en seinasta blogg =)

en já

bæbæ 

Agnes (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hrakfarir og heimskupör....og einstaka eitthvað gáfulegt ;)

Höfundur

Regína R
Regína R

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 227

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband